Spurt & svarað

Er tónlistin þín tilbúin fyrir streymisveitur?

Það sem þarf til að tónlistin sé tilbúin fyrir streymisveitur og til innsendingar:

  • Tónlistin á WAV (t.d. 24 bit og 48KHz)
  • Plötuumslag í hárri upplausn sem er jöfn á öllum hliðum (3000x3000 px. amk)
  • ISRC kóði fyrir hvert lag - hægt að útbúa kóða inn á hljodrit.is/
  • Útgáfunúmer: einkvæmt númer útgefanda til að aukenna útgáfuna - Hjá sjálfstæðum útgefanda er gott að nota til dæmis skammstöfun útgáfunnar og svo númer útgáfu. Útgáfunúmer fyrir listamann Jón Jónsson með lagið "Von" gæti litið svona út: JJVON2023
  • Höfundur lags- og texta
Hvað er ISRC kóði?

ISRC (International Standard Recording Code) er alþjóðlegur staðall sem ætlað er að hjálpa til við að auðkenna hljóðrit, t.d. þegar hljóðrit er spilað á útvarpsstöðvum og á streymisveitum á borð við Spotify. Mikilvægt er að öll úgefin hljóðrit hafi ISRC kóða á bak við sig.

SFH sér um útgáfu ISRC kóða á Íslandi. Þú getur fengið ISRC kóða úthlutaða á vefsíðunni Hljóðrit.is

Endurnýta skal ISRC kóða þegar lag kemur út á fleiri en einni plötu. Þegar hljóðriti er hins vegar breytt, t.d. með endurhljóðblöndun, nýrri masteringu, lengingu, styttingu skal gefa út nýjan ISRC kóða fyrir þá útgáfu.

Hér er dæmi um ISRC kóða:

IS-EAA-21-02203

  1. IS táknar heimaland framleiðendans. IS er Ísland. Landkóðanir útdeilast af höfuðstöðvum ISRC í London.
  2. EAA táknar útgáfufyrirtækið. Hvert útgáfufyrirtæki getur átt einn eða fleiri útgáfukóða til að auðkenna útgáfufyrirtækið.
  3. 21 táknar árið sem kóðinn er gefinn út.
  4. 00103 er auðkenningarnúmer hljóðritsins. Það skal taka skýrt fram að ef einhver breyting verður á upptökunni sjálfri (t.d. endurhljóðritun eða breyting á lengd lagsins) þarf að fá nýjan ISRC kóða fyrir þá útgáfu.

Liðir 2 - 3 - og - 4 hér að ofan eru á ábyrgð framleiðendans. Það hefur í för með sér að framleiðandinn á sjálfur hafa gott skipulag á sínum upptökum og ISRC - kóðum.

Hvað kostar þjónustan?

Ekki er innheimt gjald fyrir skráningu og hýsingu á tónlist, ólíkt öllum öðrum dreifingaraðilum. Dreifir tekur svo 15% af tekjum á streymi í þóknun til að standa straum af rekstri, umsýslu og þróun.

Ég er með tónlistina mína í dreifingu hjá öðrum aðila en vill færa mig til Dreifis.

Þú getur nýskráð þig hjá okkur og sent inn útgefna efnið þitt í gegnum innsendingarferlið okkar. Mikilvægt er að tryggja það að allar nauðsynlegar upplýsingar frá fyrri útgáfum séu réttar þegar verið er að skrá útgáfurnar hjá okkur. 

Passa að það séu:

  • Sömu upptökur (masterar)
  • Sömu ISRC kóðar hvers lags
  • Sama listamannanafn
  • Sami útgáfudagur
  • Sömu upplýsingar um höfunda lags- og texta

Skrefin til að hafa í huga fyrir yfirfærsluna:

1. Þú sendir inn útgefnu tónlistina í gegnum Þínar síður á - www.dreifir.is

2. Eftir 5-7 daga þá mun tónlistin verða tvöföld inn á prófílnum þínum

3. Um leið og þú sérð að streymis spilanir eru samstilltar á báðum útgáfum, þá er óhætt að fjarlægja efnið frá eldri dreifingaraðilanum

Fyrir aðstoð þá er hægt að senda á info@dreifir.is

Hvað tekur ferlið langan tíma?

Eftir að þú sendir inn tónlistina þá er óhætt að reikna með 4-7 dögum þangað til hún komi út á streymisveitum, eða undir Upcoming Releases inn á Spotify for Artists ef þú valdir ákveðinn útgáfudag fram í tímann

Greiðslufyrirkomulag

Á þriggja mánaða fresti færð þú sent í tölvupósti yfirlit yfir streymi á efninu þínu, auk uppgjörs og þá mátt þú senda okkur reikning fyrir upphæðinni sem fram kemur á yfirliti.

Hvernig kemst ég á playlista hjá Spotify?

Lagalistar fyrir nýja tónlist á Spotify eru uppfærðir á föstudögum og er meira en vikugamalt efni ekki gjaldgengt á þá lagalista. Ritstjórn þarf að berast efni á lagalista amk. 5 dögum áður enn lagalistar eru uppfærðir. Það er ágætt að hafa þetta í huga þegar útgáfudagur er valinn.


Notaðu Spotify for Artist til að sækja um playlista fyrir óútgefið efni.

  1. Skráðu þig inn á Spotify for Artists.
  2. Finndu óútgefið efni til að sækja um playlista fyrir:
    Efst á heimasíðunni finnur þú “Upcoming releases”, þar getur þú valið “Pitch song”..
  3. Veldu það lag sem þú vilt sækja um playlista fyrir og fylltu út allar nauðsynlegu upplýsingarnar sem beðið er um. Því meiri upplýsingar sem Spotify fær því betra.

Mikilvægar upplýsingar til að hafa í huga:

  • Hafðu góðan fyrirvara á umsókninni svo að ritstjórar Spotify hafi nægan tíma til að hlusta á efnið. Við mælum með a.m.k. 10-14 dögum.
  • Ef að þú sérð að staðan á útgáfunni sé “Available soon” þá er ferlið enn í gangi. Það getur tekið nokkra daga til að það sé í boði að sækja um lista fyrir tónlistina.
  • Ekki er hægt að sækja um fyrir safnplötur.
  • Þú getur ekki sótt um playlista fyrir lög þar sem þú ert skráður sem featured artist.
  • Þú getur breytt umsókninni eftir að þú sendir hana inn en það er ekki pottþétt að ritstjórar sjái breytingarnar.

Til að sækja um aðgang að Spotify for Artist þá ferðu inn á www.artist.spotify.com og ýtir á “Get access” og fylgir skrefunum þar.

Hvaða veitur dreifið þið á?

Við bjóðum uppá stafræna dreifingu á tónlist á allar helstu streymisveitur, Spotify, iTunes/Apple, Tidal, og TikTok þar á meðal. Auk þess fer efnið á um 60 aðrar virkar streymisveitur. Við leggjum megin áherslu á Spotify þar sem bróðurpartur streymisumferðar á Íslandi er um Spotify.