Það sem þarf til að tónlistin sé tilbúin fyrir streymisveitur og til innsendingar:
- Tónlistin á WAV (t.d. 24 bit og 48KHz)
- Plötuumslag í hárri upplausn sem er jöfn á öllum hliðum (3000x3000 px. amk)
- ISRC kóði fyrir hvert lag - hægt að útbúa kóða inn á hljodrit.is/
- Útgáfunúmer: einkvæmt númer útgefanda til að aukenna útgáfuna - Hjá sjálfstæðum útgefanda er gott að nota til dæmis skammstöfun útgáfunnar og svo númer útgáfu. Útgáfunúmer fyrir listamann Jón Jónsson með lagið "Von" gæti litið svona út: JJVON2023
- Höfundur lags- og texta